Erlent

Kirkjan í Kiruna komin á á­fanga­stað

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sérhönnuðum vöruflutningapöllum, sem fluttu kirkjuna, var fjarstýrt.
Sérhönnuðum vöruflutningapöllum, sem fluttu kirkjuna, var fjarstýrt. Vísir/EPA

Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn.

Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032.

Kirkjan er 113 ára gömul og er um 672 tonn. Hún er 40 metrar á hæð Hún hefur oft verið kosin fallegasta bygging Svíþjóðar. Kirkjunni hefur nú verið lyft á nokkra vöruflutningapalla sem er fjarstýrt og verður á tveimur dögum flutt um hálfan kílómetra á klukkustund í nýjan miðbæ Kiruna.

Fylgst var með flutningunum í beinni vakt á vef sænska ríkissjónvarpsins, SVT, og er nú hægt að sjá flutninginn á 45 sekúndum í mynbandi þar. Hægt er að horfa hér. Til að flutningarnir tækjust þurfti að breikka vegi, fjarlægja ýmsa ljósastaura og fara í ýmsar framkvæmdir. Kirkjan var hífð upp á sérhannaðan flutningapall sem var fjarstýrt. Hámarkshraði við flutninganna var 500 metrar á klukkustund en flytja þurfti kirkjuna um fimm kílómetra.

Prestur og biskup svæðisins blessuðu flutninginn áður en hann hófst. Mikill fjöldi fylgdist með flutningunum í Kiruna og á netinu. Karl Gústaf Svíakonungur kom til Kiruna í dag til að fylgjas með.

Asa Nystrom biskup blessaði flutninginn í gær. Vísir/EPA

Flutningur kirkjunnar og bæjarins er ekki óumdeildur. Samar hafa fordæmt flutninginn en þeir hafa í þúsundir ára smalað hreindýrum á svæðinu. Samar hafa varað við því að stækkun námunnar geti haf slæm áhrif á leið hreindýranna á milli svæða auk þess sem það muni hafa slæm áhrif á atvinnumöguleika smalara á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×