Enski boltinn

Ljóst hve­nær Liverpool og Man. Utd mætast

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah og Diogo Dalot í baráttunni á Anfield á lokakafla síðustu leiktíðar, þar sem 2-2 jafntefli varð niðurstaðan.
Mohamed Salah og Diogo Dalot í baráttunni á Anfield á lokakafla síðustu leiktíðar, þar sem 2-2 jafntefli varð niðurstaðan. Getty/Liverpool FC

Nú liggur fyrir nákvæmlega hvernig leikjadagskráin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta verður í október og þar á meðal hvenær sigursælustu lið Englands, Liverpool og Manchester United, mætast á Anfield.

Enskir miðlar fjalla um þetta og segja ekki koma á óvart að slagur erkifjendanna, sem ljóst er að margir bíða eftir, hafi verið valinn sem sunnudagsleikur.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 19. október klukkan 15:30 að íslenskum tíma, strax á eftir viðureign Spurs og Aston Villa sem gerir leikdaginn enn áhugaverðari.

Áður en sjónvarpsrétthafar fá að hafa sitt að segja um tímasetningar leikja, með góðum fyrirvara, eru allir leikir hverrar umferðar settir á sama tíma, klukkan tvö eða þrjú að íslenskum tíma á laugardegi. Búið er að breyta leikjadagskránni út október.

Allir þrír leikir Englandsmeistara Liverpool í október hafa hins vegar nú verið færðir til, að kröfu rétthafa. Þannig mætast Liverpool og Chelsea síðdegis laugardaginn 4. október. 

Útileikur Liverpool við Brentford, með gamla fyrirliðann Jordan Henderson innanborðs, er svo í hádeginu laugardaginn 25. október en verður færður fram á kvöld ef Liverpool spilar í Meistaradeild Evrópu miðvikudaginn áður.

Hægt er að skoða alla leikjadagskrána á heimasíðu úrvalsdeildarinnar en hér má sjá leikina í október.

Leikirnir í október

Föstudagur 3. október

19:00 AFC Bournemouth v Fulham

Laugardagur 4. október

11:30 Leeds v Spurs

14.00 Arsenal v West Ham

14.00 Everton v Crystal Palace

14.00 Man Utd v Sunderland

16:30 Chelsea v Liverpool (Sky Sports)

Leeds - Spurs verður færður til kl. 19 á laugardeginum ef Spurs eiga útileik í Meistaradeildinni miðvikudaginn áður.

Sunnudagur 5. október

13:00 Aston Villa v Burnley

13:00 Newcastle v Nott'm Forest

13:00 Wolves v Brighton

15:30 Brentford v Man City

Aston Villa - Burnley og Newcastle - Forest displaced voru færðir vegna þátttöku Villa og Forest í Evrópudeildinni fimmtudaginn áður.

Laugardagur 18. október

11:30 Nott'm Forest v Chelsea 

14.00 Brighton v Newcastle

14.00 Burnley v Leeds United

14.00 Crystal Palace v AFC Bournemouth

14.00 Man City v Everton

14.00 Sunderland v Wolves

16:30 Fulham v Arsenal

Sunnudagur 19. október

13:00 Spurs v Aston Villa

15:30 Liverpool v Man Utd

Mánudagur 20. október

19:00 West Ham v Brentford

Föstudagur 24. október

19:00 Leeds v West Ham

Laugardagur 25. október

11:30 Brentford v Liverpool

14.00 Arsenal v Crystal Palace

14.00 Chelsea v Sunderland

14.00 Newcastle v Fulham

16:30 Man Utd v Brighton

Brentford - Liverpool verður færður til kl. 19 á laugardeginum ef Liverpool spilar útileik í Meistaradeildinni miðvikudaginn áður.

Sunnudagur 26. október

13:00 AFC Bournemouth v Nott'm Forest

13:00 Aston Villa v Man City

13:00 Wolves v Burnley

15:30 GMT Everton v Spurs

Bournemouth - Forest og Aston Villa - Man City færðir vegna leikja Villa og Forest í Evrópudeildinni fimmtudaginn áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×