„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 09:30 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira