Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 09:46 Steinum og heimatilbúnum sprengjum var kastað úr stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) Hætta þurfti leik í Suður-Ameríkubikarnum í nótt vegna óláta hjá áhorfendum. Slagsmál brutust út og heimatilbúnum sprengjum var kastað í stúkunni, milli stuðningsmanna frá Argentínu og Síle. Um níutíu voru handteknir og tíu fóru slasaðir á spítala. Argentínska liðið Independiente og Universidad de Chile voru að spila seinni leikinn í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar, síleska liðið var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en hætti þurfti leik snemma í seinni hálfleik vegna óeirða hjá áhorfendum. Áhorfendur reyna að brjóta sér leið í gegnum læst hlið. (AP Photo/Gustavo Garello) Slagsmál brutust margsinnis út, bareflum var beitt og hnífar mundaðir. Sílesku stuðningsmennirnir köstuðu aðskotahlutum, steinum og heimatilbúnum sprengjum í átt að þeim argentínsku, sem voru á heimavelli og svöruðu jafnóðum fyrir sig. Hálfleikurinn dugði ekki til að að róa menn niður og gerði jafnvel illt verra því á 48. mínútu var leiknum hætt og hann hófst ekki aftur. Stuðningsmaður sýnir steinana sem hann hyggst kasta. (AP Photo/Gustavo Garello) Þá mátti sjá blóðuga áhorfendur brjóta sér leið í gegnum lögregluliðið sem reyndi að stía mannskapinn í sundur. Samkvæmt lögreglu voru um níutíu stuðningsmenn handteknir og tíu voru fluttir slasaðir á spítala eftir hnífsstungur, einn alvarlega. Slasaður stuðningsmaður í stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) „Öryggisgæsla og lögregla getur ekki tryggt öryggi áhorfenda og því verður að aflýsa leiknum“ sagði suðurameríska knattspyrnusambandið í yfirlýsingu eftir leik. Barbarie en Argentina 🇦🇷 ⚽️ El partido de #CopaSudamericana en Estadio Libertadores fue cancelado👥 Unos 100 aficionados de Independiente atacaron a menos de 10 hinchas de la Universidad de Chile 🚨 Hay tres heridos de gravedad¡El fútbol es un juego!📹: Ya hay detenidos pic.twitter.com/Ud7IDaTFh5— Fernando Pérez Corona (@ferperezcorona) August 21, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast á leikjum í Suður-Ameríkubikarnum og í apríl fyrr á þessu ári létust tveir áhorfendur á leik Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu. Argentína Síle Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Argentínska liðið Independiente og Universidad de Chile voru að spila seinni leikinn í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar, síleska liðið var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en hætti þurfti leik snemma í seinni hálfleik vegna óeirða hjá áhorfendum. Áhorfendur reyna að brjóta sér leið í gegnum læst hlið. (AP Photo/Gustavo Garello) Slagsmál brutust margsinnis út, bareflum var beitt og hnífar mundaðir. Sílesku stuðningsmennirnir köstuðu aðskotahlutum, steinum og heimatilbúnum sprengjum í átt að þeim argentínsku, sem voru á heimavelli og svöruðu jafnóðum fyrir sig. Hálfleikurinn dugði ekki til að að róa menn niður og gerði jafnvel illt verra því á 48. mínútu var leiknum hætt og hann hófst ekki aftur. Stuðningsmaður sýnir steinana sem hann hyggst kasta. (AP Photo/Gustavo Garello) Þá mátti sjá blóðuga áhorfendur brjóta sér leið í gegnum lögregluliðið sem reyndi að stía mannskapinn í sundur. Samkvæmt lögreglu voru um níutíu stuðningsmenn handteknir og tíu voru fluttir slasaðir á spítala eftir hnífsstungur, einn alvarlega. Slasaður stuðningsmaður í stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) „Öryggisgæsla og lögregla getur ekki tryggt öryggi áhorfenda og því verður að aflýsa leiknum“ sagði suðurameríska knattspyrnusambandið í yfirlýsingu eftir leik. Barbarie en Argentina 🇦🇷 ⚽️ El partido de #CopaSudamericana en Estadio Libertadores fue cancelado👥 Unos 100 aficionados de Independiente atacaron a menos de 10 hinchas de la Universidad de Chile 🚨 Hay tres heridos de gravedad¡El fútbol es un juego!📹: Ya hay detenidos pic.twitter.com/Ud7IDaTFh5— Fernando Pérez Corona (@ferperezcorona) August 21, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast á leikjum í Suður-Ameríkubikarnum og í apríl fyrr á þessu ári létust tveir áhorfendur á leik Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu.
Argentína Síle Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira