Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun