„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 13:31 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira