„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 13:31 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira