Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:13 Frá þinginu í Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira