Enski boltinn

Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leik­manninum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Morgan Rogers sló í gegn hjá Aston Villa á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 
Morgan Rogers sló í gegn hjá Aston Villa á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Eftir að hafa misst Eberechi Eze til erkifjandanna í Arsenal hefur Tottenham beint sjónum sínum að Morgan Rogers, besta unga leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar, sem spilar fyrir Aston Villa. Hann myndi þó kosta meira en Eze og aðrir möguleikar eru í stöðunni.

Tottenham er í sárri leit að sóknarsinnuðum miðjumanni, eftir að James Maddison meiddist hefur félagið reynt við en mistekist að fá Eberechi Eze frá Crystal Palace, Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest og Savinho frá Manchester City.

Nokkrir aðrir kostir koma þó til greina og nú er Morgan Rogers talinn efstur á óskalistanum.

Aston Villa er ekki spennt fyrir því, en gæti verið tilbúið að selja sinn stjörnuleikmann, til að koma í veg fyrir frekari brot á fjármálareglum. Félagið braut reglurnar og var sektað á síðasta tímabili en gæti bætt mikið úr fjárhagsstöðunni með því að selja Rogers.

Rogers var valinn besti ungi leikmaður ensku deildarinnar á dögunum og myndi kosta Tottenham um áttatíu milljónir punda, sem er um fimmtán milljónum meira en Arsenal borgar fyrir Eze.

Tottenham hefur einnig augastað á Maghnes Akliouche hjá AS Monaco, Nico Paz hjá Como, Tyler Dibling hjá Southampton og Xavi Simons hjá Leipzig, en félagið er ekki í góðri samningsstöðu þegar vitað er hversu mikið því vantar miðjumann.


Tengdar fréttir

Arsenal að stela Eze frá Tottenham

Eberechi Eze er á leiðinni til Arsenal eftir að fréttir bárust í kvöld af góðum gangi í viðræðum félagsins og leikmannsins við Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×