Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Samfylkingin Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun