Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 08:51 Ráðuneyti Jóhanns Páls Jóhannssonar fer nú yfir hvernig Ísland getur staðið skil á landsmarkmiði gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom í fyrra að markmið sem forverar hans skiluðu inn var ekki tækt. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir að ríki skili inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur verið í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt losunarmarkmið sem kveður nú á um 55 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Þegar Ísland skilaði inn fyrsta uppfærða landsákvarðaða framlagi sínu til úttektarnefndar loftslagssamningsins árið 2021 lögðu stjórnvöld ekki fram eigið markmið heldur vísuðu þau til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi. „Ísland uppfærir landsákvarðað framlag sitt með því að auka skuldbindingar sínar um að minnsta kosti 55 prósent nettó samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 borið saman við 1990 sem á að ná í samstarfi við Evrópusambandið, aðildarríki þess og Noreg,“ sagði í skjalinu sem ríkisstjórn Íslands sendi í febrúar árið 2021. Samkomulagið um samflot með ESB gagnvart Parísarsamkomulaginu var gert árið 2015 í ráðherratíð Sigrúnar Magnúsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra.Vísir Nú er hins vegar komið í ljós að Ísland gat ekki skilað inn sameiginlega markmiðinu með ESB og Noregi sem landsmarkmiði sínu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að þetta hafi orðið endanlega ljóst í fyrra. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld þurfa að skýra framlagið sem þau skiluðu inn árið 2021 samhliða því að þau skila inn uppfærðu markmiði fyrir árið 2035 í haust. Gerðu ráð fyrir að fyrirkomulag frá tíma Kýótó héldi áfram Skýringar ráðuneytisins á þessari stöðu eru að stjórnvöld hafi litið svo á að samkomulagið við ESB og Noreg fæli í sér framhald á samstarfi við ESB á tíma Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt því var losun Íslands gerð upp sameiginlega með ESB. Í fyrra hafi svo komið á daginn að Ísland teldist ekki formlegur hluti af uppgjöri ESB gagnvart Parísarsamkomulaginu og því ekki hluti af landsákvörðuðu framlagi sambandsins. „Óskýrar forsendur samstarfsins við ESB hafa verið áskorun þegar kemur að framsetningu og ákvörðun landsframlags Íslands gagnvart Parísarsamningunum,“ segir í svarinu. Ráðuneytið vísar til „tæknilegra flókinna“ viðræðna EFTA-ríkjanna við ESB um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks sambandsins, sérstaklega þegar kemur að reglum um losun vegna landnotkunar (LULUCF). Fram að þessu hafi innleiðing reglna um landnotkun og samfélagslosun haldist í hendur og því hafi innleiðing reglna um samfélagslosun verið í biðstöðu á meðan viðræður um landnotkun standa yfir. Evrópusambandið stefnir í fyrsta skipti á samdrátt í losun frá landi sem menn nýta á seinna tímabili Parísarsamkomulagsins sem hefst á næsta ári. Markmiðið er fimmtán prósent samdráttur í losun. Nú rúmum fjórum mánuðum áður en seinna tímabilið hefst er því óljóst hverjar skuldbindingar Íslands í landnotkunarmálum verða. Norðmenn settu sér sitt eigið markmið Nauðsynlegt er að sameiginlegur skilningur sé á því nákvæmlega hvert landsmarkmið Íslands til ársins 2030 er, að sögn Hrafnhildar Bragadóttur, sérfræðings í loftslagsmálum. „Eins og er er það frekar óljóst,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Bragadóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum.Aðsend Hún bendir á að Norðmenn hafi sett sér sitt eigið landsmarkmið um að minnsta kosti 50-55 prósent samdrátt. Það ætti að nást að hluta til með þátttöku í stjórnkerfum ESB. „Þeir sögðu bara að ef það yrði ekki nægilegt myndu þeir fylla upp í gatið sjálfi, ef á þyrfti að halda með kaupum á alþjóðlegum kolefniseiningum, á meðan Ísland lét bara nægja að segjast ætla að vinna að markmiði ESB,“ segir Hrafnhildur. Þurfa að skila metnaðarfyllra markmiði fyrir lok september Uppfæra á losunarmarkmiðin á fimm ára fresti til næstu tíu ára og átti að gera það í febrúar á þessu ári. Ísland og fjöldi annarra ríkja fékk þó frest út september til þess að uppfæra markmið sín fyrir árið 2035. Ráðuneytið segir að landsákvörðuðu framlagi Íslands verði skilað inn í síðasta lagi 1. október. Það verði kynnt á næstu vikum. Guðlaugur Þór Þórðarson var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þegar í ljós kom að Íslandi hefði ekki geta látið duga að vísa til sameiginlega markmiðs ESB og Noregs þegar það skilaði inn landsákvörðuðu framlagi til Parísarsamkomulagsins.Vísir/Vilhelm Þá hafi umfangsmikil yfirferð á stöðu Íslands gagnvart samstarfinu við ESB og uppfærslu á landsmarkmiðinu hafist eftir að Jóhann Páll Jóhannsson tók við sem ráðherra í upphafi árs. „Lögð hefur verið áhersla á að greina stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi í loftslagsmálum gagnvart þeim markmiðum sem Ísland hefur áður gefið út. Sú vinna hefur verið tímafrek og flókin, en nauðsynleg til að efla gagnsæi í stjórnsýslu loftslagsmála og koma heiðarlega fram gagnvart almenningi um raunverulega stöðu Íslands.“ Með skuldbindingar gagnvart ESB þrátt fyrir allt Þótt Ísland hafi ekki reynst formlegur hluti af sameiginlega losunarmarkmiði ESB hefur það ýmsar skuldbindingar gagnvart sambandinu á grundvelli samstarfsins. Áður en Evrópusambandið uppfærði losunarmarkmið sitt árið 2021 hafði verið ákveðið að hlutdeild Íslands í fyrra markmiði um fjörutíu prósent samdrátt yrði 29 prósent á svonefndri samfélagslosun, þar á meðal losun frá vegasamgöngum, landbúnaði og sjávarútvegi. Ísland er einnig skuldbundið til að ná árangri í samevrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir stóriðju og í landnotkun. Til þess að skýra landsmarkmið Íslands gagnvart Parísarsamningnum þarf ráðuneytið væntanlega að gera grein fyrir þessum skuldbindingum sínum og uppfæra þær á sama tíma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfisráðherra þegar íslensk stjórnvöld uppfærðu landmarkmið sitt árið 2021 og vísuðu til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi.Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verður í uppfærða markmiði ESB um 55 prósent samdrátt. Ráðuneytið segir virkt samtal í gangi á milli Íslands og Noregs við ESB. Áætlað sé að skuldbinding Íslands um samdrátt í samfélagslosun verði 41 prósent fyrir árið 2030 þótt ekki hafi ekki verið gengið formlega frá því. Evrópusambandið vinnur nú þegar að nýju markmiði um níutíu prósent samdrátt í losun fyrir árið 2040. Í svari ráðuneytisins segir að vinna sé nú í gangi á vettvangi EES-ríkjanna um samstarf við ESB á sviði loftslagsmála eftir árið 2030. „Sú vinna er nauðsynlegur undanfari ákvörðunar þess hver hlutdeild Íslands í markmiði ESB fyrir árin 2035 og 2040 geti verið,“ segir í svarinu. Loftslagsmál Evrópusambandið Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00 Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59 Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. 30. janúar 2025 07:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir að ríki skili inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur verið í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt losunarmarkmið sem kveður nú á um 55 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Þegar Ísland skilaði inn fyrsta uppfærða landsákvarðaða framlagi sínu til úttektarnefndar loftslagssamningsins árið 2021 lögðu stjórnvöld ekki fram eigið markmið heldur vísuðu þau til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi. „Ísland uppfærir landsákvarðað framlag sitt með því að auka skuldbindingar sínar um að minnsta kosti 55 prósent nettó samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 borið saman við 1990 sem á að ná í samstarfi við Evrópusambandið, aðildarríki þess og Noreg,“ sagði í skjalinu sem ríkisstjórn Íslands sendi í febrúar árið 2021. Samkomulagið um samflot með ESB gagnvart Parísarsamkomulaginu var gert árið 2015 í ráðherratíð Sigrúnar Magnúsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra.Vísir Nú er hins vegar komið í ljós að Ísland gat ekki skilað inn sameiginlega markmiðinu með ESB og Noregi sem landsmarkmiði sínu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að þetta hafi orðið endanlega ljóst í fyrra. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld þurfa að skýra framlagið sem þau skiluðu inn árið 2021 samhliða því að þau skila inn uppfærðu markmiði fyrir árið 2035 í haust. Gerðu ráð fyrir að fyrirkomulag frá tíma Kýótó héldi áfram Skýringar ráðuneytisins á þessari stöðu eru að stjórnvöld hafi litið svo á að samkomulagið við ESB og Noreg fæli í sér framhald á samstarfi við ESB á tíma Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt því var losun Íslands gerð upp sameiginlega með ESB. Í fyrra hafi svo komið á daginn að Ísland teldist ekki formlegur hluti af uppgjöri ESB gagnvart Parísarsamkomulaginu og því ekki hluti af landsákvörðuðu framlagi sambandsins. „Óskýrar forsendur samstarfsins við ESB hafa verið áskorun þegar kemur að framsetningu og ákvörðun landsframlags Íslands gagnvart Parísarsamningunum,“ segir í svarinu. Ráðuneytið vísar til „tæknilegra flókinna“ viðræðna EFTA-ríkjanna við ESB um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks sambandsins, sérstaklega þegar kemur að reglum um losun vegna landnotkunar (LULUCF). Fram að þessu hafi innleiðing reglna um landnotkun og samfélagslosun haldist í hendur og því hafi innleiðing reglna um samfélagslosun verið í biðstöðu á meðan viðræður um landnotkun standa yfir. Evrópusambandið stefnir í fyrsta skipti á samdrátt í losun frá landi sem menn nýta á seinna tímabili Parísarsamkomulagsins sem hefst á næsta ári. Markmiðið er fimmtán prósent samdráttur í losun. Nú rúmum fjórum mánuðum áður en seinna tímabilið hefst er því óljóst hverjar skuldbindingar Íslands í landnotkunarmálum verða. Norðmenn settu sér sitt eigið markmið Nauðsynlegt er að sameiginlegur skilningur sé á því nákvæmlega hvert landsmarkmið Íslands til ársins 2030 er, að sögn Hrafnhildar Bragadóttur, sérfræðings í loftslagsmálum. „Eins og er er það frekar óljóst,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Bragadóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum.Aðsend Hún bendir á að Norðmenn hafi sett sér sitt eigið landsmarkmið um að minnsta kosti 50-55 prósent samdrátt. Það ætti að nást að hluta til með þátttöku í stjórnkerfum ESB. „Þeir sögðu bara að ef það yrði ekki nægilegt myndu þeir fylla upp í gatið sjálfi, ef á þyrfti að halda með kaupum á alþjóðlegum kolefniseiningum, á meðan Ísland lét bara nægja að segjast ætla að vinna að markmiði ESB,“ segir Hrafnhildur. Þurfa að skila metnaðarfyllra markmiði fyrir lok september Uppfæra á losunarmarkmiðin á fimm ára fresti til næstu tíu ára og átti að gera það í febrúar á þessu ári. Ísland og fjöldi annarra ríkja fékk þó frest út september til þess að uppfæra markmið sín fyrir árið 2035. Ráðuneytið segir að landsákvörðuðu framlagi Íslands verði skilað inn í síðasta lagi 1. október. Það verði kynnt á næstu vikum. Guðlaugur Þór Þórðarson var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þegar í ljós kom að Íslandi hefði ekki geta látið duga að vísa til sameiginlega markmiðs ESB og Noregs þegar það skilaði inn landsákvörðuðu framlagi til Parísarsamkomulagsins.Vísir/Vilhelm Þá hafi umfangsmikil yfirferð á stöðu Íslands gagnvart samstarfinu við ESB og uppfærslu á landsmarkmiðinu hafist eftir að Jóhann Páll Jóhannsson tók við sem ráðherra í upphafi árs. „Lögð hefur verið áhersla á að greina stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi í loftslagsmálum gagnvart þeim markmiðum sem Ísland hefur áður gefið út. Sú vinna hefur verið tímafrek og flókin, en nauðsynleg til að efla gagnsæi í stjórnsýslu loftslagsmála og koma heiðarlega fram gagnvart almenningi um raunverulega stöðu Íslands.“ Með skuldbindingar gagnvart ESB þrátt fyrir allt Þótt Ísland hafi ekki reynst formlegur hluti af sameiginlega losunarmarkmiði ESB hefur það ýmsar skuldbindingar gagnvart sambandinu á grundvelli samstarfsins. Áður en Evrópusambandið uppfærði losunarmarkmið sitt árið 2021 hafði verið ákveðið að hlutdeild Íslands í fyrra markmiði um fjörutíu prósent samdrátt yrði 29 prósent á svonefndri samfélagslosun, þar á meðal losun frá vegasamgöngum, landbúnaði og sjávarútvegi. Ísland er einnig skuldbundið til að ná árangri í samevrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir stóriðju og í landnotkun. Til þess að skýra landsmarkmið Íslands gagnvart Parísarsamningnum þarf ráðuneytið væntanlega að gera grein fyrir þessum skuldbindingum sínum og uppfæra þær á sama tíma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfisráðherra þegar íslensk stjórnvöld uppfærðu landmarkmið sitt árið 2021 og vísuðu til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi.Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verður í uppfærða markmiði ESB um 55 prósent samdrátt. Ráðuneytið segir virkt samtal í gangi á milli Íslands og Noregs við ESB. Áætlað sé að skuldbinding Íslands um samdrátt í samfélagslosun verði 41 prósent fyrir árið 2030 þótt ekki hafi ekki verið gengið formlega frá því. Evrópusambandið vinnur nú þegar að nýju markmiði um níutíu prósent samdrátt í losun fyrir árið 2040. Í svari ráðuneytisins segir að vinna sé nú í gangi á vettvangi EES-ríkjanna um samstarf við ESB á sviði loftslagsmála eftir árið 2030. „Sú vinna er nauðsynlegur undanfari ákvörðunar þess hver hlutdeild Íslands í markmiði ESB fyrir árin 2035 og 2040 geti verið,“ segir í svarinu.
Loftslagsmál Evrópusambandið Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00 Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59 Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. 30. janúar 2025 07:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00
Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16. júní 2025 14:59
Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. 30. janúar 2025 07:03