Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Nuno Espirito Santo þykir orðinn valtur í sessi en það hefur ekkert að gera með úrslit hjá Nottingham Forest. EPA/VINCE MIGNOTT Þrátt fyrir gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist mikið ósætti ríkja á milli eigandans og knattspyrnustjórans Nuno Espirito Santo. Sá síðarnefndi hellti bensíni á bálið á blaðamannafundi í dag og er jafnvel talið að hann verði rekinn. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira