Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:31 Dagur Benediktsson vann hálfmaraþonið og var að sjálfsögðu í Vestratreyju eftir bikarmeistaratitilinn í gærkvöld. vísir/Viktor Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira