„Hefði viljað þriðja markið“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:37 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag. „Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“ KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira
„Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“
KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira