Tilgangurinn að ná í „easy money“ Vésteinn Örn Pétursson, Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 25. ágúst 2025 12:37 Lúkas Geir segir planið hafa verið að ná sér í auðveldan pening. Vísir/Anton Brink Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes. Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þau verða ekki nafngreind að svo stöddu. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Undir dulnefni á Snapchat Lúkas lýsti því fyrir héraðsdómi í morgun að hafa verið á Snapchat mánudaginn 10. mars. Hann hafi verið með notendanafnið BirtaSig og verið að spjalla við mann að nafni Hjörleifur. Sá hafi talið sig vera að tala við stúlku undir lögaldri. Lúkas hafi ákveðið að hringja í Stefán Blackburn, góðan vin sinn, og fá hann með í verkefni. Stefán gaf skýrslu fyrir dómi í morgun og má lesa um það hér að neðan. Þeir hefðu byrjað á að skipta um númeraplötur á Teslu Stefáns og ekið sem leið lá í Þorlákshöfn. Þeir hefðu hringt í nítján ára konu og fengið hana til að hringja í manninn og lokka hann út úr húsinu. Hann hafi gengið út úr húsinu og upp í bíl. Lúkas var spurður hvort hann teldi konuna vita hvað þeir hefðu í hyggju. Hann sagði að hann hefði ekki sagt henni hvað þeir ætluðu sér að gera, en hún hefði hlotið að gera sér grein fyrir því að eitthvað væri að fara að gerast. „Spurðu mig um málið“ Þá spurði Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið, hvort hún hefði vitað að hann hefði áður haft peninga af fólki með þessum hætti. Lúkas vildi ekki svara því. Hann sagði það ekki tengjast þessu máli. „Ég vil ekki vera dónalegur, en spurðu mig um málið,“ sagði Lúkas og Stefán brosti við. „Hann fattar að hann er ekki að hitta stelpuna heldur mig og Stefán,“ sagði Lúkas. Þeir hafi tjáð honum að hann væri kominn í skítastöðu, ef hann borgi þeim ekki peninga þá upplýsi þeir um allt saman á netinu. Þeir hafi sett grímu yfir höfuð hans og reynt að fá upp úr honum bankaupplýsingar. Hjörleifur hafi litlu svarað þrátt fyrir að þeir hafi kýlt hann nokkrum sinnum. Tveir pokar yfir höfði Við Hellisheiðarvirkjun hafi Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður, bæst í hópinn. Þeir hafi ákveðið að aka í iðnaðarbil á Esjumelum og sett poka til viðbótar yfir höfð hans svo hann viti örugglega ekki í hvaða bíl hann væri að fara. „Við erum þrír saman með honum. Stefán tekur veskið og símann, með fullt af númerum, fer með það,“ sagði Lúkas. Á meðan hafi þeir verið tveir með Hjörleifi og látið höggin dynja. Matthías hafi tekið áhöld og beitt þeim. Stefán hafi séð í síma Hjörleifs að hann hafi verið að spjalla við margar stelpur undir lögaldri. Í framhaldinu hafi Stefán svo handleggsbrotið Hjörleif sem enn hafi ekki gefið neitt upp um aðgang að heimabanka sínum. Fram hefur komið að Hjörleifur glímdi við heilabilun. „Þetta var bara mission failed,“ sagði Lúkas Geir. Þeir hafi ekið honum áfram, ætlað að skilja eftir einhvers staðar og endað í Gufunesi. Þar hafi þeir hjálpað honum úr bílnum og klætt hann úr fötunum svo það fyndust ekki lífssýni á honum. Vildi launa Stefáni til baka Þarna hafi klukkan verið orðin margt og Lúkas áttað sig á því að hann ætti að mæta í dómssal daginn eftir. Lúkas er aðeins 22 ára en hefur þegar komist töluvert í kast við lögin. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Svona mál eiga ekki að koma upp á þessu landi. Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og ég held landið sjálft.“ Lúkas var spurður út í það hver hefði átt frumkvæðið að samskiptum þeirra Hjörleifs á Snapchat umræddan dag, þar sem Lúkas var undir dulnefni. Hann sagði Hjörleif hafa átt frumkvæðið. Þá var hann spurður út í tengsl þeirra Stefáns, hvers vegna hann hefði leitað til hans. „Hann hefur áður tekið mig með í verkefni og launað mér. Ég vildi bara launa honum til baka,“ sagði Lúkas. Engin upphæð ákveðin Þá var hann spurður um aðkomu nítján ára konunnar að málinu. Hann sagði hana bara hafa verið kvenmannsrödd sem þeir nýttu. „Ég sagði henni bara að hringja í Hjörleif,“ sagði Lúkas. Hann hefði ekki beint sagt henni hvað til stæði en hún hlyti að hafa fattað það. Lúkas tók illa spurningu saksóknara um hvort unga konan hefði vitað að Lúkas hefði stundað að hafa peninga af mönnum með hótunum. Lúkas sagði það ekkert tengjast þessu máli, sagðist ekki vilja vera leiðinlegur en bæði um að vera spurður út í þetta mál. Þá sagði hann að þeir hefðu ekki verið búnir að ákveða einhverja upphæð sem þeir ætluðu að hafa af Hjörleifi. Viti þegar sé gigg í gangi Hjörleifur var með brotnar tennur þegar hann fannst í Gufunesi. Lúkas sagði þá Stefán hafa beitt hann miklu ofbeldi áður en Matthías Björn slóst í hópinn við Hellisheiðavirkjun. Þeir hafi verið að reyna að fá upp úr honum kennitölu og bankaupplýsingar. „Matti kom, vinur minn. Hann veit þegar það er gigg í gangi. Þá á hann að vera tilbúinn. Hann vissi vel hvað var í gangi,“ sagði Lúkas. Komið hefur fram að Lúkas skildi eftir bréf á útisvæðinu í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann hvatti Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu. Það myndi gera hann að hetju. Í framhaldinu óku þeir á tveimur bílum frá Hellisheiðarvirkjun upp á Esjumela þar sem Stefán vissi af iðnaðarbili. „Þar erum við að beita alls konar aðferðum,“ sagði Lúkas um tilraunir þeirra til að ná upplýsingum upp úr Hjörleifi. Matthías hafi gripið einhver áhöld og tekið þátt í líkamsmeiðingunum. Kröftugur maður „Matti barði í andlit, búk, fótleggi, hné og kýldi nokkrum sinnum í búk og andlit. Hann var að reyna að fá upplýsingar,“ sagði Lúkas. Hann sagði Hjörleif alltaf hafa verið að reyna að rugla í þeim. Ekkert hafi breyst þegar Stefán braut á honum hendina með því að beita vogaraflinu. „Svo föttum við að hann ætlar að harka af sér,“ sagði Lúkas. „Þetta var mikill maður, kröftugur. Hann ætlar ekki að segja okkur neitt heldur vera hraustur.“ Fundu lausn Á leiðinni af Esjumelum í Gufunes hafi þeir fattað að þeir geti stofnað nýjan bankareikning. Matthías hafi fattað það og þannig tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs og lagt inn á átján ára karlmann sem er ákærður fyrir peningaþvætti í málinu. Þeir hafi ætlað að skipta peningunum jafnt á milli sín. Stefán hafi ákveðið að þeir myndu klæða Hjörleif úr fötunum til að ekki fyndust sönnunargögn í formi lífssýna á fötum hans. Aðspurður um ástandið á Hjörleifi um fimm klukkustundum eftir að hann var numinn á brott við heimili hans sagði Lúkas: „Hann var þreyttur. Við bárum hann úr bílnum og lögðum hann niður,“ sagði Lúkas. Hann hafi verið með meðvitund. „Vill ekki fá lögregluna inn í svona mál“ Saksóknari spurði Lúkas hvort þeir hefðu ekkert velt fyrir sér afleiðingunum af því að skilja manninn eftir liggjandi þarna, lurkum laminn, á nærfötum einum klæða. Búið að brjóta á honum höndina og misþyrma í margar klukkustundir. Lúkas svaraði neitandi og bætti við að hann hefði ekki haft neina hugmynd um að hann myndi deyja. Þá hafi þeir ekki vitað að þetta yrði lögreglumál. „Við vonuðumst til þess að hann myndi finnast sem fyrst,“ sagði Lúkas og bætti við: „Maður vill auðvitað ekki fá lögregluna inn í svona mál og að það sé hægt að rekja þetta til mín.“ Stefán hafi tekið yfir Tilgangurinn með öllu saman hafi verið að ná í „easy money“. Aldrei hefði staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn. Lúkas hefði skipulagt verkefnið, fengið Stefán til liðs við sig og hann hefði svo tekið yfir þegar þeir hefðu yfirgefið Þorlákshöfn. Þá var Lúkas spurður að því hvort hann hefði haft aðkomu að því að aðilar hefðu farið á heimili Matthíasar Björns og haft í hótunum við foreldra hans. Lúkas neitaði aðild að því og vísaði til þess að hann hefði verið í einangrun. Þá sagði Lúkas að stóri tilgangurinn með bréfinu sem hann skrifaði Matthíasi Birni hefði verið að hvetja hann til að skipta um lögfræðing. „Ég var að hugsa um hans hag.“ Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þau verða ekki nafngreind að svo stöddu. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Undir dulnefni á Snapchat Lúkas lýsti því fyrir héraðsdómi í morgun að hafa verið á Snapchat mánudaginn 10. mars. Hann hafi verið með notendanafnið BirtaSig og verið að spjalla við mann að nafni Hjörleifur. Sá hafi talið sig vera að tala við stúlku undir lögaldri. Lúkas hafi ákveðið að hringja í Stefán Blackburn, góðan vin sinn, og fá hann með í verkefni. Stefán gaf skýrslu fyrir dómi í morgun og má lesa um það hér að neðan. Þeir hefðu byrjað á að skipta um númeraplötur á Teslu Stefáns og ekið sem leið lá í Þorlákshöfn. Þeir hefðu hringt í nítján ára konu og fengið hana til að hringja í manninn og lokka hann út úr húsinu. Hann hafi gengið út úr húsinu og upp í bíl. Lúkas var spurður hvort hann teldi konuna vita hvað þeir hefðu í hyggju. Hann sagði að hann hefði ekki sagt henni hvað þeir ætluðu sér að gera, en hún hefði hlotið að gera sér grein fyrir því að eitthvað væri að fara að gerast. „Spurðu mig um málið“ Þá spurði Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið, hvort hún hefði vitað að hann hefði áður haft peninga af fólki með þessum hætti. Lúkas vildi ekki svara því. Hann sagði það ekki tengjast þessu máli. „Ég vil ekki vera dónalegur, en spurðu mig um málið,“ sagði Lúkas og Stefán brosti við. „Hann fattar að hann er ekki að hitta stelpuna heldur mig og Stefán,“ sagði Lúkas. Þeir hafi tjáð honum að hann væri kominn í skítastöðu, ef hann borgi þeim ekki peninga þá upplýsi þeir um allt saman á netinu. Þeir hafi sett grímu yfir höfuð hans og reynt að fá upp úr honum bankaupplýsingar. Hjörleifur hafi litlu svarað þrátt fyrir að þeir hafi kýlt hann nokkrum sinnum. Tveir pokar yfir höfði Við Hellisheiðarvirkjun hafi Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður, bæst í hópinn. Þeir hafi ákveðið að aka í iðnaðarbil á Esjumelum og sett poka til viðbótar yfir höfð hans svo hann viti örugglega ekki í hvaða bíl hann væri að fara. „Við erum þrír saman með honum. Stefán tekur veskið og símann, með fullt af númerum, fer með það,“ sagði Lúkas. Á meðan hafi þeir verið tveir með Hjörleifi og látið höggin dynja. Matthías hafi tekið áhöld og beitt þeim. Stefán hafi séð í síma Hjörleifs að hann hafi verið að spjalla við margar stelpur undir lögaldri. Í framhaldinu hafi Stefán svo handleggsbrotið Hjörleif sem enn hafi ekki gefið neitt upp um aðgang að heimabanka sínum. Fram hefur komið að Hjörleifur glímdi við heilabilun. „Þetta var bara mission failed,“ sagði Lúkas Geir. Þeir hafi ekið honum áfram, ætlað að skilja eftir einhvers staðar og endað í Gufunesi. Þar hafi þeir hjálpað honum úr bílnum og klætt hann úr fötunum svo það fyndust ekki lífssýni á honum. Vildi launa Stefáni til baka Þarna hafi klukkan verið orðin margt og Lúkas áttað sig á því að hann ætti að mæta í dómssal daginn eftir. Lúkas er aðeins 22 ára en hefur þegar komist töluvert í kast við lögin. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Svona mál eiga ekki að koma upp á þessu landi. Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og ég held landið sjálft.“ Lúkas var spurður út í það hver hefði átt frumkvæðið að samskiptum þeirra Hjörleifs á Snapchat umræddan dag, þar sem Lúkas var undir dulnefni. Hann sagði Hjörleif hafa átt frumkvæðið. Þá var hann spurður út í tengsl þeirra Stefáns, hvers vegna hann hefði leitað til hans. „Hann hefur áður tekið mig með í verkefni og launað mér. Ég vildi bara launa honum til baka,“ sagði Lúkas. Engin upphæð ákveðin Þá var hann spurður um aðkomu nítján ára konunnar að málinu. Hann sagði hana bara hafa verið kvenmannsrödd sem þeir nýttu. „Ég sagði henni bara að hringja í Hjörleif,“ sagði Lúkas. Hann hefði ekki beint sagt henni hvað til stæði en hún hlyti að hafa fattað það. Lúkas tók illa spurningu saksóknara um hvort unga konan hefði vitað að Lúkas hefði stundað að hafa peninga af mönnum með hótunum. Lúkas sagði það ekkert tengjast þessu máli, sagðist ekki vilja vera leiðinlegur en bæði um að vera spurður út í þetta mál. Þá sagði hann að þeir hefðu ekki verið búnir að ákveða einhverja upphæð sem þeir ætluðu að hafa af Hjörleifi. Viti þegar sé gigg í gangi Hjörleifur var með brotnar tennur þegar hann fannst í Gufunesi. Lúkas sagði þá Stefán hafa beitt hann miklu ofbeldi áður en Matthías Björn slóst í hópinn við Hellisheiðavirkjun. Þeir hafi verið að reyna að fá upp úr honum kennitölu og bankaupplýsingar. „Matti kom, vinur minn. Hann veit þegar það er gigg í gangi. Þá á hann að vera tilbúinn. Hann vissi vel hvað var í gangi,“ sagði Lúkas. Komið hefur fram að Lúkas skildi eftir bréf á útisvæðinu í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann hvatti Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu. Það myndi gera hann að hetju. Í framhaldinu óku þeir á tveimur bílum frá Hellisheiðarvirkjun upp á Esjumela þar sem Stefán vissi af iðnaðarbili. „Þar erum við að beita alls konar aðferðum,“ sagði Lúkas um tilraunir þeirra til að ná upplýsingum upp úr Hjörleifi. Matthías hafi gripið einhver áhöld og tekið þátt í líkamsmeiðingunum. Kröftugur maður „Matti barði í andlit, búk, fótleggi, hné og kýldi nokkrum sinnum í búk og andlit. Hann var að reyna að fá upplýsingar,“ sagði Lúkas. Hann sagði Hjörleif alltaf hafa verið að reyna að rugla í þeim. Ekkert hafi breyst þegar Stefán braut á honum hendina með því að beita vogaraflinu. „Svo föttum við að hann ætlar að harka af sér,“ sagði Lúkas. „Þetta var mikill maður, kröftugur. Hann ætlar ekki að segja okkur neitt heldur vera hraustur.“ Fundu lausn Á leiðinni af Esjumelum í Gufunes hafi þeir fattað að þeir geti stofnað nýjan bankareikning. Matthías hafi fattað það og þannig tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs og lagt inn á átján ára karlmann sem er ákærður fyrir peningaþvætti í málinu. Þeir hafi ætlað að skipta peningunum jafnt á milli sín. Stefán hafi ákveðið að þeir myndu klæða Hjörleif úr fötunum til að ekki fyndust sönnunargögn í formi lífssýna á fötum hans. Aðspurður um ástandið á Hjörleifi um fimm klukkustundum eftir að hann var numinn á brott við heimili hans sagði Lúkas: „Hann var þreyttur. Við bárum hann úr bílnum og lögðum hann niður,“ sagði Lúkas. Hann hafi verið með meðvitund. „Vill ekki fá lögregluna inn í svona mál“ Saksóknari spurði Lúkas hvort þeir hefðu ekkert velt fyrir sér afleiðingunum af því að skilja manninn eftir liggjandi þarna, lurkum laminn, á nærfötum einum klæða. Búið að brjóta á honum höndina og misþyrma í margar klukkustundir. Lúkas svaraði neitandi og bætti við að hann hefði ekki haft neina hugmynd um að hann myndi deyja. Þá hafi þeir ekki vitað að þetta yrði lögreglumál. „Við vonuðumst til þess að hann myndi finnast sem fyrst,“ sagði Lúkas og bætti við: „Maður vill auðvitað ekki fá lögregluna inn í svona mál og að það sé hægt að rekja þetta til mín.“ Stefán hafi tekið yfir Tilgangurinn með öllu saman hafi verið að ná í „easy money“. Aldrei hefði staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn. Lúkas hefði skipulagt verkefnið, fengið Stefán til liðs við sig og hann hefði svo tekið yfir þegar þeir hefðu yfirgefið Þorlákshöfn. Þá var Lúkas spurður að því hvort hann hefði haft aðkomu að því að aðilar hefðu farið á heimili Matthíasar Björns og haft í hótunum við foreldra hans. Lúkas neitaði aðild að því og vísaði til þess að hann hefði verið í einangrun. Þá sagði Lúkas að stóri tilgangurinn með bréfinu sem hann skrifaði Matthíasi Birni hefði verið að hvetja hann til að skipta um lögfræðing. „Ég var að hugsa um hans hag.“
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira