Sport

Ólympíu­meistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markus Rooth trúði því varla sjálfur að hann væri orðin Ólympíumeistari þegar hann vann gullið í París fyrir ári síðan.
Markus Rooth trúði því varla sjálfur að hann væri orðin Ólympíumeistari þegar hann vann gullið í París fyrir ári síðan. EPA/RONALD WITTEK

Norski tugþrautarkappinn Markus Rooth verður ekki meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í Tókýó í næsta mánuði.

Rooth sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í fyrra og vann þá gullið. Rooth náði alls í 8796 stig og setti nýtt norskt met. Hann var um áramótin kosin íþróttamaður ársins í Noregi.

Það voru margir spenntir að sjá hvernig hann myndi fylgja eftir þessum frábæra sigri á stórmóti þessa árs.

Rooth sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann verði því miður að hætta við keppni á heimsmeistaramótinu.

„Ég verð því miður að tilkynna það að ég mun ekki keppa á heimsmeistaramótinu í Tókýó,“ skrifaði Markus Rooth.

„Ég lenti fyrir utan stangarstökksdýnuna á æfingu og meiddi mig á hné og olnboga,“ skrifaði Rooth.

„Ég fer í aðgerð í þessari viku. Ég spenntur fyrir því að snúa til baka sem fyrst,“ skrifaði Rooth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×