Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:01 Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun