Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:31 „Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
„Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun