Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 20:49 Sigurður Ingi segir það augljóst að ekki sé verið að framfylgja lögunum miðað við að leigubílaástand hafi komið upp um ári eftir að lögin voru sett. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. „Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“ Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
„Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“
Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira