Innlent

Hraðbankinn fannst á Hólms­heiði

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði.
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði. vísir/Sigurjón

Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna.

Málið vakti mikla athygli enda þjófnaðurinn óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Þjófarnir stálu gröfu áður en þeir létu til skrarar skríða og námu hraðbankann á brott í heilu lagi. Staðsetningarbúnaður sem var í honum skemmdist við átökin og gekk því erfiðlega að finna hann.

Karlmaður á fimmtugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna málsins og samkvæmt heimildum er hann viðriðinn fleiri nýleg sakamál. Hann hefur játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar peningatöskum var stolið úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar og átti að vera á vitnalista í Gufunesmálinu í dag. 

Ekki var krafist áframhaldandi varðhalds yfir konu á fertugsaldri, sem einnig hefur verið í haldi vegna málsins. Gæsluvarðhald hennar rann út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×