Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 08:01 Ruben Amorim horfði í gaupnir sér á meðan vítaspyrnukeppnin í viðureign Grimsby Town og Manchester United fór fram. Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það. Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það.
Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira