Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 08:28 Slökkviliðsmenn bera særðan mann á börum úr rústum húss eftir harðar árásir Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Efrem Lukatsky Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15