Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Richarlison skoraði tvö mörk gegn Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir það fóru eflaust fleiri Fantasy-spilarar að renna hýru auga til hans. epa/NEIL HALL Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, fóru yfir stöðu mála og möguleikana fyrir 3. umferðina í síðasta þætti. Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01