Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar. Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar.
Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira