Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar 28. ágúst 2025 11:45 Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun