„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 12:48 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepp segir 63 vera á kjörskrá. Ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu í hreppnum. Aðsend Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira