Skorradalshreppur

Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð
Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt.

Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust
Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu.

Fundu örmagna göngumann í nótt
Þyrlusveit Landhelgisgæslunar var kölluð út á þriðja tímanum í nótt til leitar að örmagna göngumanni á Skarðsheiði, á háhryggnum milli Heiðarhorns og Skessuhorns.

Eigi að hafa meiri áhyggjur af eignum ríkisins en erlendra auðmanna
Fyrrverandi oddviti Skorradalshrepps og eigandi jarðarinnar Horns segir umræðu um landakaup erlendra ríkisborgara oft vera öfgakennda og jafnvel einkennast af fordómum. Útlendingarnir sjái yfirleitt betur um sínar jarðir en ríkið sem láti allt drabbast niður.

Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“
Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal
Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Dularfullt lambsdráp í Skorradal
Refaskytta í Borgarnesi birti myndskeið af sundurskotinni kind á Facebooksíðu sinni. Fyrir liggur að einhver hefur beint riffli sínum að kindinni og skotið hana.

Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í Skorradalshreppi
Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradalshreppi á laugardag. Þó það virðist vera lítið var kjörsókn 87,2% en 47 voru á kjörskrá.

Leist ekkert á þverhníptar hlíðar Skessuhorns: „Ekki horfa niður“
Ævintýrafólkið Garpur I Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fóru í erfiða fjallgöngu á Skessuhorn í Borgarfirði í nýjasta þættinum af okkar eigið Ísland.

Lögregla rannsakar sprengingu á Vesturlandi
Lögreglan á Vesturlandi er með til rannsóknar mögulegt brot á verklagsreglum um framkvæmdir við efnistöku vegna væntanlegrar vegagerðar í Skorradal.

Jón Axel selur einstaka perlu við Skorradalsvatn og báturinn fylgir með
Jón Axel Ólafsson hefur sett á sölu sumarhús sitt Fitjahlíð52, við Skorradalsvatn. Um er að ræða glæsilegan sumarbústað með bátaskýli.

Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er
Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983.

Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast.

Varað við eldhættu vegna þurrka
SMS voru send út frá Almannavörnum til þeirra sem staddir eru í Skorradal í dag til þess að vara við eldhættu vegna þurrka.

Þau sóttu um stöðu hafnarstjóra Faxaflóahafna
Alls sóttu 26 manns um starfs hafnarstjóra Faxaflóahafna sem auglýst var um umsóknar í síðasta mánuði.

Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði
Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Mikil andstaða við þvinganir
Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.

„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær.

Ekki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi segir vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu, en að það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna.

Eigendur spenna bogann með metarðgreiðslu
Gísli segir fyrirtækið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, hafa kallað eftir í því mörg ár að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar.

Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins.

Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum.

Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal.

Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf.

Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor.

Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal
Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur.

Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30.

Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs
Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum.

Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir.