„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 09:28 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Þetta kom fram í málflutningi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Tvö til viðbótar eru ákærð í málinu. Annars vegar ung kona sem er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu og frelsissviptingu fyrir að hringja í Hjörleif og tæla hann upp í bíl með Stefáni og Lúkasi. Hins vegar var ungur maður ákærður fyrir peningaþvætti með því að taka við peningum, þremur milljónum króna, sem sakborningarnir höfðu upp úr Hjörleifi. Karl Ingi fór fram á að ungi maðurinn fengi þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm, en unga konan fengi 24 mánaða fangelsi, þar af þrír mánuðir óskilorðsbundnir. Fegra sinn hlut Stefán og Lúkas viðurkenndu í skýrslutökum fyrir dómi fyrr í vikunni að hafa numið Hjörleif á brott, beitt hann einhverju ofbeldi, og skilið eftir í Gufunesi. Þeir sögðu þó að ætlunin hafi aldrei verið að verða honum að bana. Matthías vill meina að hann hafi einungis verið ökumaður kvöldið örlagaríka. Bæði Stefán og Lúkas lýstu þó ofbeldi í garð Hjörleifs af hálfu Matthíasar, þar sem hann hafi beitt áhöldum líkt og tjakki. Í ræðu sinni fyrir dómi lýsti Karl Ingi miklu innbyrðis misræmi í framburði sakborninganna þriggja, og sagði þá einnig á skjön við rannsóknargögn málsins. Þeir væru að fegra sinn hlut til að gera sem minnst úr eigin þætti. Þessu til stuðnings benti Karl Ingi á mikla áverka sem voru víða um líkama Hjörleifs. Þá hafnaði hann framburði á þá leið að Hjörleifur hafi einungis verið beittur ofbeldi í Teslu-bíl Stefáns. Fyrir liggi að þeir hafi farið með hann að iðnaðarbili í Mosfellsbæ, og þar hafi fundist blóð víðs vegar í bilinu. Karl Ingi sagði ekki nákvæmlega ljóst hver sakborninganna þriggja hefði gert nákvæmlega hvað í árás þeirra. Þó væri ljóst að þeir hafi allir tekið þátt í ofbeldinu, og skipti það mestu máli. Stærsta spurningin í málinu Að mati Karls Inga er helsta álitaefni málsins hver huglæg afstaða sakborningana hafi verið þessa nótt. Hvort þeir hafi ætlaði sér að svipta Hjörleif lífi eða ekki, eða hvort þeir hafi ef til vill mátt gera sér grein fyrir afleiðingum þess að beita hann ofbeldinu og skilja hann svo eftir í Gufunesi. Karl Ingi (t.v.) sagði Stefán og Lúkas ekki eiga sér nokkrar málsbætur.Vísir/Anton Brink „Þetta er stærsta spurningin í þessu máli,“ sagði Karl Ingi. Hann sagði að sakborningunum hefðu átt að vera fullljóst að þegar þeir skildu Hjörleif eftir hafi hann verið ósjálfbjarga. Þeir hefðu veist að Hjörleifi, misþyrmt honum klukkustundum saman með ofsafengnu ofbeldi, og skilið hann svo eftir bjargarlausan um miðja, kalda marsnótt. „Þeir hirtu ekkert um að koma honum til bjargar,“ sagði hann. „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli.“ Það eina sem vakti fyrir mönnunum, að sögn Karls Inga, var að hirða peninga af Hjörleifi. „Loksins þegar þeim tókst það þá hurfu þeir á braut, og skildu hann eftir fyrir opnum dauðanum.“ „Við“ og „okkur“ Þremenningarnir eru líka ákærðir fyrir tilraun til fjárkúgunar umrætt kvöld með því að hringja í eiginkonu Hjörleifs og krefjast þess að hún myndi greiða þeim þrjár milljónir króna. Fyrir dómi sagði Stefán að hann hefði hringt umrædd símtöl og gerði lítið úr þætti hinna tveggja varðandi það. Karl Ingi benti á að í upptöku af einu þessara símtala heyrðist Stefán ekki tala um þá gerendurna í eintölu, heldur fleirtölu. Hann hafi notað orðin „við“ og „okkur“. Jafnframt hefði hann notað síma Matthíasar við verknaðinn. Matthías hélt því fram fyrir dómi að þegar hann kom á vettvang hafi Stefán tekið símann af honum. Karl Ingi sagði myndbandsupptökur sýna að það væri ósatt. Eiga sér engar málsbætur Stefán og Lúkas eiga sér engar málsbætur að mati Karls Inga. Þeir hafa áður hlotið dóma. Matthías hins vegar er nítján ára gamall og hefur ekki hlotið dóm áður. Karl Ingi sagði að líta yrði til ungs aldurs hans. Líkt og áður segir fór Karl Ingi fram á að þremenningarnir yrðu minnst dæmdir í sextán ára fangesli. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar mætti mögulega gefa afslátt á refsingunni vegna ungs aldurs hans og vegna þess að hann hefði komið seinna inn í atburðarrásina og virtist ekki hafa skipulagt það sem hefði átt sér stað. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þetta kom fram í málflutningi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Tvö til viðbótar eru ákærð í málinu. Annars vegar ung kona sem er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu og frelsissviptingu fyrir að hringja í Hjörleif og tæla hann upp í bíl með Stefáni og Lúkasi. Hins vegar var ungur maður ákærður fyrir peningaþvætti með því að taka við peningum, þremur milljónum króna, sem sakborningarnir höfðu upp úr Hjörleifi. Karl Ingi fór fram á að ungi maðurinn fengi þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm, en unga konan fengi 24 mánaða fangelsi, þar af þrír mánuðir óskilorðsbundnir. Fegra sinn hlut Stefán og Lúkas viðurkenndu í skýrslutökum fyrir dómi fyrr í vikunni að hafa numið Hjörleif á brott, beitt hann einhverju ofbeldi, og skilið eftir í Gufunesi. Þeir sögðu þó að ætlunin hafi aldrei verið að verða honum að bana. Matthías vill meina að hann hafi einungis verið ökumaður kvöldið örlagaríka. Bæði Stefán og Lúkas lýstu þó ofbeldi í garð Hjörleifs af hálfu Matthíasar, þar sem hann hafi beitt áhöldum líkt og tjakki. Í ræðu sinni fyrir dómi lýsti Karl Ingi miklu innbyrðis misræmi í framburði sakborninganna þriggja, og sagði þá einnig á skjön við rannsóknargögn málsins. Þeir væru að fegra sinn hlut til að gera sem minnst úr eigin þætti. Þessu til stuðnings benti Karl Ingi á mikla áverka sem voru víða um líkama Hjörleifs. Þá hafnaði hann framburði á þá leið að Hjörleifur hafi einungis verið beittur ofbeldi í Teslu-bíl Stefáns. Fyrir liggi að þeir hafi farið með hann að iðnaðarbili í Mosfellsbæ, og þar hafi fundist blóð víðs vegar í bilinu. Karl Ingi sagði ekki nákvæmlega ljóst hver sakborninganna þriggja hefði gert nákvæmlega hvað í árás þeirra. Þó væri ljóst að þeir hafi allir tekið þátt í ofbeldinu, og skipti það mestu máli. Stærsta spurningin í málinu Að mati Karls Inga er helsta álitaefni málsins hver huglæg afstaða sakborningana hafi verið þessa nótt. Hvort þeir hafi ætlaði sér að svipta Hjörleif lífi eða ekki, eða hvort þeir hafi ef til vill mátt gera sér grein fyrir afleiðingum þess að beita hann ofbeldinu og skilja hann svo eftir í Gufunesi. Karl Ingi (t.v.) sagði Stefán og Lúkas ekki eiga sér nokkrar málsbætur.Vísir/Anton Brink „Þetta er stærsta spurningin í þessu máli,“ sagði Karl Ingi. Hann sagði að sakborningunum hefðu átt að vera fullljóst að þegar þeir skildu Hjörleif eftir hafi hann verið ósjálfbjarga. Þeir hefðu veist að Hjörleifi, misþyrmt honum klukkustundum saman með ofsafengnu ofbeldi, og skilið hann svo eftir bjargarlausan um miðja, kalda marsnótt. „Þeir hirtu ekkert um að koma honum til bjargar,“ sagði hann. „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli.“ Það eina sem vakti fyrir mönnunum, að sögn Karls Inga, var að hirða peninga af Hjörleifi. „Loksins þegar þeim tókst það þá hurfu þeir á braut, og skildu hann eftir fyrir opnum dauðanum.“ „Við“ og „okkur“ Þremenningarnir eru líka ákærðir fyrir tilraun til fjárkúgunar umrætt kvöld með því að hringja í eiginkonu Hjörleifs og krefjast þess að hún myndi greiða þeim þrjár milljónir króna. Fyrir dómi sagði Stefán að hann hefði hringt umrædd símtöl og gerði lítið úr þætti hinna tveggja varðandi það. Karl Ingi benti á að í upptöku af einu þessara símtala heyrðist Stefán ekki tala um þá gerendurna í eintölu, heldur fleirtölu. Hann hafi notað orðin „við“ og „okkur“. Jafnframt hefði hann notað síma Matthíasar við verknaðinn. Matthías hélt því fram fyrir dómi að þegar hann kom á vettvang hafi Stefán tekið símann af honum. Karl Ingi sagði myndbandsupptökur sýna að það væri ósatt. Eiga sér engar málsbætur Stefán og Lúkas eiga sér engar málsbætur að mati Karls Inga. Þeir hafa áður hlotið dóma. Matthías hins vegar er nítján ára gamall og hefur ekki hlotið dóm áður. Karl Ingi sagði að líta yrði til ungs aldurs hans. Líkt og áður segir fór Karl Ingi fram á að þremenningarnir yrðu minnst dæmdir í sextán ára fangesli. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar mætti mögulega gefa afslátt á refsingunni vegna ungs aldurs hans og vegna þess að hann hefði komið seinna inn í atburðarrásina og virtist ekki hafa skipulagt það sem hefði átt sér stað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira