Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar 1. september 2025 09:02 Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun