Fótbolti

Hefur ekki gerst hjá enska lands­liðinu í 33 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er alls ekki nóg að vera í Liverpool eða Manchester United til að komast i landsliðshóp hjá Thomas Tuchel.
Það er alls ekki nóg að vera í Liverpool eða Manchester United til að komast i landsliðshóp hjá Thomas Tuchel. EPA/NEIL HALL

Thomas Tuchel bauð upp á sérstakan landsliðshóp þegar hann tilkynnti enska landsliðið fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði.

Val eins og Tuchel bauð upp á að þessu sinni hefur ekkert sést hjá enska landsliðinu í meira en þrjá áratugi.

Tuchel varð nefnilega fyrsti landsliðsþjálfarinn i 33 ár sem velur engan leikmann frá Liverpool eða Manchester United í landsliðshópinn sinn.

Það gerðist síðast leik hjá enska landsliðinu þegar liðið spilaði vináttulandsleik við Samveldið 29. apríl 1992.

Gary Lineker og Trevor Steven skoruðu mörk enska landsliðsins í þeim leik en leikurinn fór fram í Moskvu og endaði með 2-2 jafntefli.

Manchester United mennirnir sem var hafa verið í kringum hópinn en voru ekki valdir eru Harry Maguire, Kobbie Mainoo.

Liverpool maðuirnn sem hefur verið í kringum hópinn er Curtis Jones.

Af ensku liðunum þá er Arsenal með fjóra leikmenn í hópnum en það eru líka þrír leikmenn frá Aston Villa, Crystal Palace og Newcastle. Manchester City og Nottingham Forest eru bæði með tvo leikmenn í hópnum.

Alls eiga tíu lið í ensku úrvalsdeildinni leikmann í hópnum því Brentford, Chelsea, Tottenham og West Ham eru öll með einn leikmann í hópnum hjá Tuchel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×