Fótbolti

Hjör­var tók Nablann í fangið meðan stressið náði há­marki

Siggeir Ævarsson skrifar
Andri Már í öruggum örmum Hjörvars
Andri Már í öruggum örmum Hjörvars Skjáskot Sýn

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítaspyrnur liðsins í síðustu leikjum. Andri Már, Nablinn, ætlaði heldur betur ekki að láta grípa sig í bólinu í DocZone í dag við slíkar æfingar.

Vítaspyrnan í leik Manchester og Burnley kom í uppbótartíma og var stressið í hámarki, bæði á vellinum og í stúdíóinu en það tók Bruno langan tíma að taka spyrnuna.

Hjörvar Hafliðason tók stressaðan Nablann því einfaldlega í fangið og hélt honum í öruggum örmum sínum á meðan mesta stressið gekk yfir og úr varð falleg og einlæg stund milli þeirra félaga.

Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Hjörvar tók Nablann í fangið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×