Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 08:57 Ævisaga Alexei Navalní er á lista rússneskra stjórnvalda um öfgaefni sem er bannað að leita að á netinu. Bókin kom út að Navalní látnum en hann lést í gúlagi Vladímírs Pútín forseta. Vísir/EPA Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis. Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira
Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis.
Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira