Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 14:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir að fyrsta mál á dagskrá ætti að vera að bæta kjör geislafræðinga svo fólk haldist í starfinu. Vísir Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“ Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“
Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07
Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17
Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32