Enski boltinn

„Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetjan og þjálfarinn eftir leik helgarinnar.
Hetjan og þjálfarinn eftir leik helgarinnar. EPA/ADAM VAUGHAN

Í Sunnudagsmessunni var farið yfir leikstöðu hetju Liverpool í 1-0 sigrinum á Arsenal. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai hóf nefnilega leikinn sem hægri bakvörður.

Í Sunnudagsmessunni var farið yfir leikstöðu hetju Liverpool í 1-0 sigrinum á Arsenal. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai hóf nefnilega leikinn sem hægri bakvörður.

„Fyrst og fremst það, að hugarfar leikmannsins sé rétt þarna. Hann er greinilega að taka því mjög vel,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt svo áfram.

„Bakvarðarstaðan sem slík hefur breyst svo svakalega. Ert ekki lengur bakvörður sem er fastur í línu, stoppar á miðju eða fastur í utan á hlaupum. Þú ert farinn að fara inn á miðjuna og reyna spila,“ bætti Bjarni. Hann hrósaði varnarleik Szoboszlai sömuleiðis.

Klippa: Sunnudagsmessan: „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“

„Það skiptir rosalega miklu máli. Hann (Arne Slot, þjálfari Liverpool) er að reyna koma honum í liðið og við sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið.“

Umræðu Sunnudagsmessunnar í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Guéhi ekki til Liver­pool

Sky Sports greinir frá því að Marc Guéhi muni ekki ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×