Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja skipverjann á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. „Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“ Landhelgisgæslan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“
Landhelgisgæslan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum