Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 2. september 2025 07:32 Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Einar Þorsteinsson Magnea Gná Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun