„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2025 07:19 Sérfræðingar segja fyrirætlanirnar sem Washington Post greindi frá um helgina algjörlega fráleitar. Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira