Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 2. september 2025 08:47 Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar