Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar 2. september 2025 09:02 Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson ÍSÍ Jafnréttismál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar