Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar 2. september 2025 11:32 Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar