Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2025 10:03 Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar