Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2025 10:03 Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar