Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 07:31 Frjálsíþróttakonur heimsins þurfa að sanna að þær séu í raun konur áður en þær keppa næst á alþjóðlegu móti. Getty/ Alex Livesey Kynjapróf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, sem bara kvenkyns keppendur mótsins þurfa að gangast undir, hefur vakið mikið umtal alls staðar í íþróttaheiminum. Norska frjálsíþróttasambandið er aftur á móti í annars konar vandræðum. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Tókýó eftir aðeins tæpa eina og hálfa viku og allar konur sem keppa á mótinu verða að sanna að þær séu konur með því að gangast undir kynjapróf. Þetta eru nýjar reglur hjá alþjóðasambandinu sem tóku gildi á mánudaginn. Norska ríkisútvarpið fjallar um umrætt kynjapróf, þar sem leitað er að SRY arfberanum. Það er hann sem sér meðal til þess að eistun þroskast í karlmönnum. Frjálsíþróttakonur Norðmanna eru aftur á móti í þeim vandræðum að slíkt kynjapróf er bannað samkvæmt lögum í Noregi. Lögin í landinu segja að það sé aðeins leyfilegt að nota slík próf vegna læknisfræðilegra ástæðna það er til að lækna eða greina sjúklinga. Engar undanteknir á því eru löglegar samkvæmt norskum lögum. Norska frjálsíþróttasambandið er því í þeim vandræðum að til þess að fá keppnisleyfi fyrir frjálsíþróttakonur sínar þá þarf sambandið að brjóta norsk lög. NRK fékk þær upplýsingar frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu að sambandið væri að aðstoða mörg landssambönd við það að framkvæma slík próf utan landamæra sinna til að tryggja það að þeirra konur fá keppnisleyfi. Noregur er því ekki eina þjóðin í einhvers konar vandræðum með þessi kynjapróf. Það má búast við að lausnin á þessu vandamáli í Noregi verði á þeim nótum og jafnvel að keppniskonur þeirra verða ekki prófaðar fyrr en úti í Japan. Það góða við allt þetta vesen er að um leið og kona hefur staðist slíkt kynjapróf einu sinni þá þarf hún aldrei að fara í það aftur. Það tryggir henni keppnisleyfi í kvennaflokki út ferilinn. Fréttin hjá norska ríkisútvarpinu um ólöglegu kynjaprófin.NRK Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Tókýó eftir aðeins tæpa eina og hálfa viku og allar konur sem keppa á mótinu verða að sanna að þær séu konur með því að gangast undir kynjapróf. Þetta eru nýjar reglur hjá alþjóðasambandinu sem tóku gildi á mánudaginn. Norska ríkisútvarpið fjallar um umrætt kynjapróf, þar sem leitað er að SRY arfberanum. Það er hann sem sér meðal til þess að eistun þroskast í karlmönnum. Frjálsíþróttakonur Norðmanna eru aftur á móti í þeim vandræðum að slíkt kynjapróf er bannað samkvæmt lögum í Noregi. Lögin í landinu segja að það sé aðeins leyfilegt að nota slík próf vegna læknisfræðilegra ástæðna það er til að lækna eða greina sjúklinga. Engar undanteknir á því eru löglegar samkvæmt norskum lögum. Norska frjálsíþróttasambandið er því í þeim vandræðum að til þess að fá keppnisleyfi fyrir frjálsíþróttakonur sínar þá þarf sambandið að brjóta norsk lög. NRK fékk þær upplýsingar frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu að sambandið væri að aðstoða mörg landssambönd við það að framkvæma slík próf utan landamæra sinna til að tryggja það að þeirra konur fá keppnisleyfi. Noregur er því ekki eina þjóðin í einhvers konar vandræðum með þessi kynjapróf. Það má búast við að lausnin á þessu vandamáli í Noregi verði á þeim nótum og jafnvel að keppniskonur þeirra verða ekki prófaðar fyrr en úti í Japan. Það góða við allt þetta vesen er að um leið og kona hefur staðist slíkt kynjapróf einu sinni þá þarf hún aldrei að fara í það aftur. Það tryggir henni keppnisleyfi í kvennaflokki út ferilinn. Fréttin hjá norska ríkisútvarpinu um ólöglegu kynjaprófin.NRK
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira