Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 3. september 2025 10:32 Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Pósturinn Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar