Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 12:33 Antony með Real Betis treyjuna þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Hann gerði samning til ársins 2030. EPA/David Arjona Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony brotnaði niður þegar hann var að lýsa tíma sínum hjá Manchester United og sérstaklega þeim dögum þegar hann beið eftir því að gengið væri á sölu hans til Real Betis. Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira