Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2025 14:09 Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Vísir Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir. Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir.
Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira