Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar 4. september 2025 06:01 Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar