Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 07:18 Byggingarnar á lóðinni við Borgartún 34-36, aftan við Hótel Cabin, hafa munað fífil sinn fegurri. Vísir/Anton Brink Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Uppfært kl. 13:00 Eftir að frétt þessi fór í loftið bárust svör frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu frá því í sumar þar sem fram kemur að sótt hafi verið um byggingarleyfi til að rífa verkstæðis- og iðnaðarbyggingar vegna uppbyggingar á lóðinni. Byggingarleyfið hafi verið gefið út þann 3. september síðastliðinn, sem var í fyrradag. „Öll framkvæmd skal unnin eftir samþykktum aðal-og séruppdráttum, byggingar- og verklýsingum og gildandi lögum og reglugerðum um skipulags- og byggingarmál. Sett eru skilyrði um að byggingarstjóri vegna niðurrifs fái skoðun heilbrigðiseftirlits á húseigninni með tilliti til spilliefna. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa,“ segir ennfremur í svari borgarinnar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Uppfært kl. 13:00 Eftir að frétt þessi fór í loftið bárust svör frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu frá því í sumar þar sem fram kemur að sótt hafi verið um byggingarleyfi til að rífa verkstæðis- og iðnaðarbyggingar vegna uppbyggingar á lóðinni. Byggingarleyfið hafi verið gefið út þann 3. september síðastliðinn, sem var í fyrradag. „Öll framkvæmd skal unnin eftir samþykktum aðal-og séruppdráttum, byggingar- og verklýsingum og gildandi lögum og reglugerðum um skipulags- og byggingarmál. Sett eru skilyrði um að byggingarstjóri vegna niðurrifs fái skoðun heilbrigðiseftirlits á húseigninni með tilliti til spilliefna. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa,“ segir ennfremur í svari borgarinnar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira