„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 13:23 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent