Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 4. september 2025 19:51 Ólafur Ingi og starfslið Íslands. Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 2-1 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppni evrópumóts U21 landsliðs 2027 í dag. Færeyjar skoruðu tvö mörk snemma í leiknum og gátu þétt raðirnar rækilega. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira