Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Snædís Sunna Thorlacius skrifa 5. september 2025 14:03 Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Sjá meira
Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar